De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 14:00 Guud Hiddink stýrir Hollandi ekki aftur gegn Íslandi. vísir/getty Ronald de Boer, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands í fótbolta, segir að hollenska knattspyrnusambandið hefði aldrei átt að ráða Guus Hiddink sem eftirmann Louis van Gaal hjá hollenska landsliðinu.Hiddink sagði starfi sínu lausu í gær eftir vonbrigðin í undankeppninni til þessa, en Holland er búið að tapa bæði gegn Tékklandi og Íslandi auk þess sem liðið gerði jafntefli heima gegn Tyrklandi. Hiddink tók við af Van Gaal eftir að hann stýrði liðinu til bronsverðlauna á HM 2014 í Brasilíu, en er nú hættur tæpu ári eftir að hann var ráðinn til starfa. De Boer, sem spilaði með landsliðinu í tíu ár frá 1993-2003, var undir stjórn Hiddinks á þeim tíma þegar hann stýrði liðinu fyrst frá 1995-1998. „Hollenska knattspyrnusambandið ber jafnmikla ábyrgð á þessu og Hiddink,“ segir De Boer í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf, en hann hefur gagnrýnt endurráðningu Hiddinks allt síðasta ár. „Það sáu allir á fyrsta degi, þegar Holland tapaði 2-0 gegn Ítalíu í vináttuleik, að hlutirnir voru ekki í lagi.“ „Ég finn gríðarlega til með Guus. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hans afrekum en menn verða að vita hvenær þeir eiga að hætta og Hiddink vissi það ekki.“ De Boer vildi að Ronald Koeman yrði ráðinn þjálfari Hollands síðasta sumar, en hollenska knattspyrnusambandinu fannst hann ekki nógu sterkur taktískt. „Koeman var rétti maðurinn í starfið og hann vildi fá starfið. Hann virkilega vildi það,“ segir Ronald De Boer. Koeman tók þess í stað við Southampton og var lengi vel í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ronald de Boer, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands í fótbolta, segir að hollenska knattspyrnusambandið hefði aldrei átt að ráða Guus Hiddink sem eftirmann Louis van Gaal hjá hollenska landsliðinu.Hiddink sagði starfi sínu lausu í gær eftir vonbrigðin í undankeppninni til þessa, en Holland er búið að tapa bæði gegn Tékklandi og Íslandi auk þess sem liðið gerði jafntefli heima gegn Tyrklandi. Hiddink tók við af Van Gaal eftir að hann stýrði liðinu til bronsverðlauna á HM 2014 í Brasilíu, en er nú hættur tæpu ári eftir að hann var ráðinn til starfa. De Boer, sem spilaði með landsliðinu í tíu ár frá 1993-2003, var undir stjórn Hiddinks á þeim tíma þegar hann stýrði liðinu fyrst frá 1995-1998. „Hollenska knattspyrnusambandið ber jafnmikla ábyrgð á þessu og Hiddink,“ segir De Boer í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf, en hann hefur gagnrýnt endurráðningu Hiddinks allt síðasta ár. „Það sáu allir á fyrsta degi, þegar Holland tapaði 2-0 gegn Ítalíu í vináttuleik, að hlutirnir voru ekki í lagi.“ „Ég finn gríðarlega til með Guus. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hans afrekum en menn verða að vita hvenær þeir eiga að hætta og Hiddink vissi það ekki.“ De Boer vildi að Ronald Koeman yrði ráðinn þjálfari Hollands síðasta sumar, en hollenska knattspyrnusambandinu fannst hann ekki nógu sterkur taktískt. „Koeman var rétti maðurinn í starfið og hann vildi fá starfið. Hann virkilega vildi það,“ segir Ronald De Boer. Koeman tók þess í stað við Southampton og var lengi vel í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira