Synir Eiðs Smára verða allir atvinnumenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2015 10:41 Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára Guðjohnsen, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagðist eiga von á því að allir þrír synir hans yrðu atvinnumenn í knattspyrnu. „Ég hef alltaf sagt að þó svo að þeir séu ungir þá hefur maður séð þegar þeir æfa og spila - ef allt gengur að óskum - að þeir verða allir atvinnumenn,“ sagði Ólöf en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Hún sagði að Sveinn Aron, 17 ára, sé nýkominn aftur frá Hollandi þar sem hann var á reynslu hjá Groningen. „Mér skilst að það sé samningur sem sé verið að skoða nú,“ sagði hún. Þá sé Andri Lucas, 14 ára, að semja við Espanyol og, eins og kom fram í gær, þá er hinn níu ára Daníel Tristan búinn að skrifa undir hjá Barcelona. „Það er svakaleg harka í þessum strákum. Þeir eru mjög efnilegir og gaman að fylgjast með þeim. Þetta er auðvitað ekki eiginleg atvinnumennska en það er afar vel hugsað um þá.“ Ólöf var spurð hvort strákanir væru svipaðir knattspyrnumenn og faðir þeirra, Eiður Smári, eða jafnvel Arnór, afi þeirra. „Það er blanda af feðgunum, Arnóri og Eiði, í þeim öllum. En mér finnst þeir allir sérstaklegas fljótir og sá í miðjunni spýtist bara áfram. Þá er sá elsti stór og sterkur - orðinn stærri en pabbi sinn.“ „En þeir verða ekki allir sóknarmenn. Sá yngsti er búinn að skora mikið en hinir eru öflugir miðjumenn og sterkir í sendingum.“ Bræðurnir eignuðust litla systur á dögunum sem hefur fengið nafnið Ólöf Talía. „Það er aldrei að vita nema að hún muni styrkja íslenska kvennalandsliðið í framtíðinni,“ sagði amman stolt um nöfnu sína. Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára Guðjohnsen, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagðist eiga von á því að allir þrír synir hans yrðu atvinnumenn í knattspyrnu. „Ég hef alltaf sagt að þó svo að þeir séu ungir þá hefur maður séð þegar þeir æfa og spila - ef allt gengur að óskum - að þeir verða allir atvinnumenn,“ sagði Ólöf en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Hún sagði að Sveinn Aron, 17 ára, sé nýkominn aftur frá Hollandi þar sem hann var á reynslu hjá Groningen. „Mér skilst að það sé samningur sem sé verið að skoða nú,“ sagði hún. Þá sé Andri Lucas, 14 ára, að semja við Espanyol og, eins og kom fram í gær, þá er hinn níu ára Daníel Tristan búinn að skrifa undir hjá Barcelona. „Það er svakaleg harka í þessum strákum. Þeir eru mjög efnilegir og gaman að fylgjast með þeim. Þetta er auðvitað ekki eiginleg atvinnumennska en það er afar vel hugsað um þá.“ Ólöf var spurð hvort strákanir væru svipaðir knattspyrnumenn og faðir þeirra, Eiður Smári, eða jafnvel Arnór, afi þeirra. „Það er blanda af feðgunum, Arnóri og Eiði, í þeim öllum. En mér finnst þeir allir sérstaklegas fljótir og sá í miðjunni spýtist bara áfram. Þá er sá elsti stór og sterkur - orðinn stærri en pabbi sinn.“ „En þeir verða ekki allir sóknarmenn. Sá yngsti er búinn að skora mikið en hinir eru öflugir miðjumenn og sterkir í sendingum.“ Bræðurnir eignuðust litla systur á dögunum sem hefur fengið nafnið Ólöf Talía. „Það er aldrei að vita nema að hún muni styrkja íslenska kvennalandsliðið í framtíðinni,“ sagði amman stolt um nöfnu sína.
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira