Dempsey í tveggja ára bann fyrir að rífa í sundur minnisbók dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:45 Clint Dempsey spilar ekki bikarleik fyrr en 2018. vísir/getty Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann. Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann.
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira