Fótbolti

Allt það helsta úr 16-liða úrslitunum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Célia Šašić og stöllur hennar mæta Frökkum í dag. Šašić hefur skorað fimm mörk á HM líkt og samherji hennar, Anja Mittag.
Célia Šašić og stöllur hennar mæta Frökkum í dag. Šašić hefur skorað fimm mörk á HM líkt og samherji hennar, Anja Mittag. vísir/getty
Átta-liða úrslitin á HM í Kanada hefjast í kvöld með tveimur risaleikjum.

Í fyrri leik dagsins mætast Evrópumeistarar Þýskalands og Frakklands og í þeim seinni eigast Kína og Bandaríkin við.

Leikur Þýskalands og Frakklands fer fram á Ólympíuleikvanginum í Montreal og hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma. Þremur og hálfum klukkutíma síðar mætast svo Kína og Bandaríkin á Lansdowne vellinum í Ottawa.

Sjá einnig: Dagný: Vona að Þýskaland vinni ekki HM.

Á morgun mætast svo Ástralía og heimsmeistarar Japans annars vegar og hins vegar England og Kanada.

Á YouTube-rás FIFA má sjá skemmtilegt myndband þar sem farið er yfir 16-liða úrslitin á tæpum fimm mínútum en það er tilvalið að kíkja á það til að hita upp fyrir leiki dagsins.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Þýskaland í engum vandræðum með Svíþjóð

Þýskaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna með 4-1 sigri á Svíþjóð, en leikið er í Kanada. Celia Sasic átti góðan leik og skoraði tvö mörk.

Heimsmeistararnir komust áfram

Japan varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í Kanada.

Naumur sigur Kína gegn Kamerún

Kína varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Kanada þessa daganna.

Gestgjafarnir komnir áfram | Myndband

Josée Bélanger var hetja Kanada þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í Kanada með 1-0 sigri á Sviss í Vancouver í nótt.

Ólympíudraumur Maríu lifir enn

Norska landsliðið getur enn komist á Ólympíuleikana í Ríó þrátt fyrir að falla úr leik í 16 liða úrslitum HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×