Fótbolti

Frönsku stelpurnar í átta liða úrslitin með stæl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkar fagna hér í kvöld.
Frakkar fagna hér í kvöld. Vísir/Getty
Frakkland er komið í átta liða úrslitin á HM kvenna í fótbolta í Kanada eftir 3-0 sigur á Suður-Kóreu í leik liðanna í sextán liða úrslitunum í kvöld.

Öll þrjú mörk franska liðsins komu eftir frábært samspil þar sem þær sundurspiluðu suður-kóresku vörnina með léttu samspili í kringum vítateiginn. Marie-Laure Delie skoraði tvö mörk fyrir Frakka og Elodie Thomis var með eitt mark.

Eugénie Le Sommer átti tvær stoðsendingar í leiknum og hún átti líka stóran þátt í fyrsta markinu þegar hún hljóp skemmtilega yfir boltann þegar Marie-Laure Delie skaut að marki.

Franska liðið tapaði óvænt fyrir Kólumbíu í öðrum leik sínum í riðlakeppninni en hefur síðan unnið 5-0 sigur á Mexíkó og svo 3-0 sigur á Suður-Kóreu í kvöld. Þær hafa með þessum tveimur sigrum og átta mörkum stimplað sig fyrir alvöru inn í heimsmeistaramótið.

Fyrstu tvö mörkin komu á fyrstu átta mínútum leiksins en þau gerðu Marie-Laure Delie á 5. mínútu og Elodie Thomis á 8. mínútu. Marie-Laure Delie bætti síðan við sínu öðru marki eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik.

Frakkland fær alvöru verefni í næsta leik þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands en þær þýsku unnu 4-1 sigur á Svíþjóð í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×