Fótbolti

Sjáðu helstu tilþrifin úr riðlakeppninni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gaëlle Enganamouit, framherji Kamerún, hefur slegið í gegn á HM og skorað þrjú mörk.
Gaëlle Enganamouit, framherji Kamerún, hefur slegið í gegn á HM og skorað þrjú mörk. vísir/getty
Útsláttarkeppnin á HM í Kanada hefst á morgun með tveimur leikjum.

Stórleikur 16-liða úrslitanna fer fram í Ottawa þar sem Evrópumeistarar Þýskalands mæta Svíþjóð. Í hinum leik morgundagsins mætast svo Kína og spútniklið Kamerún í Edmonton.

Sjá einnig: Fyndinn karakter sem er til í allt.

Til að hita upp fyrir útsláttarkeppnina er ekki úr vegi að horfa á skemmtilegt myndband sem birtist á YouTube-rás FIFA, þar sem farið er yfir riðlakeppnina á tæpum fjórum mínútum.

Þar má m.a. sjá fallegustu mörkin, markvörslurnar, fagnaðarlætin o.s.frv.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sólahringsstress hjá sænsku stelpunum á HM í Kanada | Myndbönd

Bandaríkin og Ástralía tryggðu sér í nótt tvö efstu sætin í D-riðli á HM kvenna í fótbolta í Kanada og þar með sæti í sextán liða úrslitum keppninnar en sænsku stelpurnar þurfa að bíða og treysta á önnur úrslit á lokadegi riðlakeppninnar.

Fyndinn karakter sem er til í allt

Kamerún hefur komið hvað mest á óvart á HM kvenna í fótbolta en þær kamerúnsku komust í sextán liða úrslit í frumraun sinni á HM. Stærsta stjarna liðsins er hin litríka Gaëlle Enganamouit, sem er samherji Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska liðinu Eskilstuna.

Wambach kennir gervigrasi um markaþurrð í síðasta leik

Abby Wambach, landsliðskona og helsta stjarna bandaríska landsliðsins í fótbolta, segir að bandaríska liðið væri búið að skora meira ef leikið væri á náttúrulegu grasi á HM í Kanada sem nú stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×