Fótbolti

Heimsmeistararnir komust áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Japanska liðið getur enn varið heimsmeistaratitilinn sem það vann 2011.
Japanska liðið getur enn varið heimsmeistaratitilinn sem það vann 2011. vísir/getty
Japan varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í Kanada.

Japan, sem er ríkjandi heimsmeistari, vann þá 2-1 sigur á Hollandi í Vancouver.

Mörkin úr leiknum má sjá í myndabandinu hér að neðan.

Japan komst yfir á 10. mínútu með marki varnarmannsins Saori Ariyoshi. Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram á 78. mínútu þegar Mizuho Sakaguchi tvöfaldaði forystu Japans með fallegu skoti.

Holland náði að klóra í bakkann í uppbótartíma með marki Kirsten Van De Ven en þær komust þær hollensku ekki.

Nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum en leikirnir fjórir eru eftirfarandi:

Þýskaland - Frakkland

Kína - Bandaríkin

Ástralía - Japan

England - Kanada


Tengdar fréttir

Þýskaland í engum vandræðum með Svíþjóð

Þýskaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna með 4-1 sigri á Svíþjóð, en leikið er í Kanada. Celia Sasic átti góðan leik og skoraði tvö mörk.

Naumur sigur Kína gegn Kamerún

Kína varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Kanada þessa daganna.

Gestgjafarnir komnir áfram | Myndband

Josée Bélanger var hetja Kanada þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í Kanada með 1-0 sigri á Sviss í Vancouver í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×