Fótbolti

Gestgjafarnir komnir áfram | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Kanada fagna marki Bélangers.
Leikmenn Kanada fagna marki Bélangers. vísir/getty
Josée Bélanger var hetja Kanada þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í Kanada með 1-0 sigri á Sviss í Vancouver í nótt.

Bélanger skoraði markið dýrmæta á 52. mínútu með skoti úr vítateignum eftir að Christine Sinclair lagði boltann á hana. Þetta var fyrsta mark Bélanger í keppninni.

Markið, sem og önnur helstu atvik leiksins, má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Þetta er í annað sinn sem Kanada kemst í 8-liða úrslit á HM en það gerðist áður árið 2003 en þá komst liðið alla leið í undanúrslit.

Í 8-liða úrslitunum mætir Kanada sigurvegaranum úr leik Englands og Noregs sem fer fram í kvöld.

Sviss er hins vegar úr leik en þetta var fyrsta heimsmeistaramótið sem liðið kemst á.


Tengdar fréttir

Þýskaland í engum vandræðum með Svíþjóð

Þýskaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna með 4-1 sigri á Svíþjóð, en leikið er í Kanada. Celia Sasic átti góðan leik og skoraði tvö mörk.

Naumur sigur Kína gegn Kamerún

Kína varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Kanada þessa daganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×