Fótbolti

Ólympíudraumur Maríu lifir enn

Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar
María Þórisdóttir lék á HM í Kanada.
María Þórisdóttir lék á HM í Kanada. vísir/Getty
María Þórisdóttir og félagar hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta duttu út úr sextán liða úrslitunum á HM en eiga samt enn möguleika á því að vera með á ÓL í Ríó á næsta ári.

Noregur tapaði þá fyrir Englandi, 2-1, eftir að komast yfir í leiknum.

Þýskaland og Frakkland hafa tryggt sig inn á ÓL en fjórar þjóðir munu spila um þriðja lausa evrópska sætið.

England má ekki spila á ÓL. Evrópuþjóðirnar fjórar sem duttu út úr sextán liða úrslitunum, Noregur, Holland, Sviss og Svíþjóð, munu því spila um lausa sætið á milli 29. febrúar og 9. mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×