Fótbolti

Þýskaland í engum vandræðum með Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/afp
Þýskaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna með 4-1 sigri á Svíþjóð, en leikið er í Kanada. Celia Sasic átti góðan leik og skoraði tvö mörk.

Anja Mittag, samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, kom Þýskalandi yfir á 24. mínútu og Celia Sasic tvöfaldaði forskot Þjóðverjana úr vítaspyrnu á 36. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Sasic skoraði annað mark sitt og þriðja mark Þýskaland á 69. mínútu, en Linda Sembrant minnkaði muninn fyrir Svíþjóð á 82. mínútu.

Svíar freistuðu þess að minnka enn frekar muninn, en það var Þýskaland sem skoraði fimma markið og þar var á ferðinni Dzenifer Marozsan.

Lokatölur 4-1 sigur Þjóðverjana, en Svíarnir hafa verið mikil vonbrigði á mótinu og eru á heimleið. Þýskaland mætir annað hvort Frakklandi eða Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum, en liðin mætast á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×