Fótbolti

Tvær vítaspyrnur í sigri Bandaríkjanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Morgan kom Bandaríkjunum á bragðið gegn Kólumbíu.
Alex Morgan kom Bandaríkjunum á bragðið gegn Kólumbíu. vísir/getty
Bandaríkin komust í 8-liða úrslit á HM í Kanada með 2-0 sigri á Kólumbíu í Edmonton í nótt.

Mörkin í leiknum má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Þær bandarísku, sem hafa ekki orðið heimsmeistarar frá árinu 1999, þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn spræku liði Kólumbíu.

Staðan var markalaus í hálfleik en strax í byrjun seinni hálfleiks fengu Bandaríkin vítaspyrnu þegar markvörðurinn Catalina Perez braut á Alex Morgan og fékk að líta rauða spjaldið.

Abby Wambach skaut hins vegar framhjá úr vítinu en aðeins nokkrum mínútum síðar braut Morgan ísinn með sínu fyrsta marki á HM.

Bandaríkin fengu svo aðra vítaspyrnu á 66. mínútu. Í þetta sinn fór Carli Lloyd á punktinn. Hún skoraði og gulltryggði bandaríska liðinu sigurinn og þar með farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Þar mæta Bandaríkin liði Kína sem sló Kamerún út í 16-liða úrslitunum. Bandaríska liðið verður án miðjumannanna Megan Rapinore og Lauren Holiday í 8-liða úrslitunum en þær fengu gult spjald í leiknum gegn Kólumbíu og verða því í leikbanni gegn Kína.


Tengdar fréttir

Naumur sigur Kína gegn Kamerún

Kína varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Kanada þessa daganna.

Gestgjafarnir komnir áfram | Myndband

Josée Bélanger var hetja Kanada þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í Kanada með 1-0 sigri á Sviss í Vancouver í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×