Borgarstjóri og ráðherra rífast um Hvassahraun: „Þið ætlið að hrekja völlinn í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júní 2015 14:33 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa tekist á um flugsamgöngur á Facebook í dag. Vísir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015 Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015
Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11
Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33
Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35