Borgarstjóri og ráðherra rífast um Hvassahraun: „Þið ætlið að hrekja völlinn í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júní 2015 14:33 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa tekist á um flugsamgöngur á Facebook í dag. Vísir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015 Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015
Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11
Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33
Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35