Innlent

Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni

Birgir Olgeirsson skrifar
Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis.
Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis. Vísir/GVA
„Ég held að það sé tímasóun að velta því fyrir sér,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við Vísi þar sem hann er spurður út í niðurstöðu Rögnunefndarinnar sem segir hagkvæmast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.

„Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir,“ segir Höskuldur og talar þar um Keflavíkurflugvöll.

„Ég tel einfaldlega of stutt á milli og tel ólíklegt að það verði meirihluti fyrir því á Alþingi setja meira en 25 milljarða í byggingu nýs flugvallar, sem er í rauninni meira en við leggjum í samgöngumálin á einu ári,“ segir Höskuldur.

Hann segir það jákvæða við skýrslu Rögnunefndarinnar að búið sé að útiloka möguleika eins og Hólmsheiði, Löngusker og Bessastaðanes. „Það er í rauninni sagt að möguleikinn sé Hvassahraunið. Í mínum huga staðfestir skýrslan að Vatnsmýrin er langbesti kosturinn og í rauninni galli að nefndin hafi ekki átt að taka þann stað með inn í reikninginn. Mér finnst það liggja á milli línananna að það sé besti kosturinn,“ segir Höskuldur.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt tillögu um nýjan flugvöll í Hvassahrauni á Facebook og segir ekki koma til greina að ríkið beri þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll.

22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.

Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir þessa niðurstöðu ekki lausnina á því hvort innanlandsflugið ætti að vera áfram í Vatnsmýri.

Tja...ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. 1) Er Hvassahraun í Reykjavík? 2) Var hlutverk nefndarinnar að finna...

Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Thursday, June 25, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×