Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni Birgir Olgeirsson skrifar 26. júní 2015 13:11 Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis. Vísir/GVA „Ég held að það sé tímasóun að velta því fyrir sér,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við Vísi þar sem hann er spurður út í niðurstöðu Rögnunefndarinnar sem segir hagkvæmast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir,“ segir Höskuldur og talar þar um Keflavíkurflugvöll. „Ég tel einfaldlega of stutt á milli og tel ólíklegt að það verði meirihluti fyrir því á Alþingi setja meira en 25 milljarða í byggingu nýs flugvallar, sem er í rauninni meira en við leggjum í samgöngumálin á einu ári,“ segir Höskuldur. Hann segir það jákvæða við skýrslu Rögnunefndarinnar að búið sé að útiloka möguleika eins og Hólmsheiði, Löngusker og Bessastaðanes. „Það er í rauninni sagt að möguleikinn sé Hvassahraunið. Í mínum huga staðfestir skýrslan að Vatnsmýrin er langbesti kosturinn og í rauninni galli að nefndin hafi ekki átt að taka þann stað með inn í reikninginn. Mér finnst það liggja á milli línananna að það sé besti kosturinn,“ segir Höskuldur. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt tillögu um nýjan flugvöll í Hvassahrauni á Facebook og segir ekki koma til greina að ríkið beri þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll.22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir þessa niðurstöðu ekki lausnina á því hvort innanlandsflugið ætti að vera áfram í Vatnsmýri.Tja...ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. 1) Er Hvassahraun í Reykjavík? 2) Var hlutverk nefndarinnar að finna...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Thursday, June 25, 2015 Tengdar fréttir Nýr völlur fjarlægur möguleiki Formaður bæjarráðs Voga segir tillögur um flugvöllinn koma sér svolítið á óvart. 26. júní 2015 07:00 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Hið opinbera og einkaaðilar starfi saman að undirbúningi nýs vallar Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með rannsóknum næsta vetur. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. 26. júní 2015 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ég held að það sé tímasóun að velta því fyrir sér,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við Vísi þar sem hann er spurður út í niðurstöðu Rögnunefndarinnar sem segir hagkvæmast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir,“ segir Höskuldur og talar þar um Keflavíkurflugvöll. „Ég tel einfaldlega of stutt á milli og tel ólíklegt að það verði meirihluti fyrir því á Alþingi setja meira en 25 milljarða í byggingu nýs flugvallar, sem er í rauninni meira en við leggjum í samgöngumálin á einu ári,“ segir Höskuldur. Hann segir það jákvæða við skýrslu Rögnunefndarinnar að búið sé að útiloka möguleika eins og Hólmsheiði, Löngusker og Bessastaðanes. „Það er í rauninni sagt að möguleikinn sé Hvassahraunið. Í mínum huga staðfestir skýrslan að Vatnsmýrin er langbesti kosturinn og í rauninni galli að nefndin hafi ekki átt að taka þann stað með inn í reikninginn. Mér finnst það liggja á milli línananna að það sé besti kosturinn,“ segir Höskuldur. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt tillögu um nýjan flugvöll í Hvassahrauni á Facebook og segir ekki koma til greina að ríkið beri þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll.22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir þessa niðurstöðu ekki lausnina á því hvort innanlandsflugið ætti að vera áfram í Vatnsmýri.Tja...ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. 1) Er Hvassahraun í Reykjavík? 2) Var hlutverk nefndarinnar að finna...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Thursday, June 25, 2015
Tengdar fréttir Nýr völlur fjarlægur möguleiki Formaður bæjarráðs Voga segir tillögur um flugvöllinn koma sér svolítið á óvart. 26. júní 2015 07:00 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Hið opinbera og einkaaðilar starfi saman að undirbúningi nýs vallar Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með rannsóknum næsta vetur. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. 26. júní 2015 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Nýr völlur fjarlægur möguleiki Formaður bæjarráðs Voga segir tillögur um flugvöllinn koma sér svolítið á óvart. 26. júní 2015 07:00
Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33
Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35
Hið opinbera og einkaaðilar starfi saman að undirbúningi nýs vallar Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með rannsóknum næsta vetur. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. 26. júní 2015 07:00