Borgarstjóri og ráðherra rífast um Hvassahraun: „Þið ætlið að hrekja völlinn í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júní 2015 14:33 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa tekist á um flugsamgöngur á Facebook í dag. Vísir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015 Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015
Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11
Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33
Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35