Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Linda Blöndal skrifar 29. júní 2015 19:16 Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.” Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.”
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57
Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00