Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Linda Blöndal skrifar 29. júní 2015 19:16 Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.” Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Sjá meira
Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.”
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57
Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00