Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. júní 2015 12:00 Sigurður Bessason, formaður Eflingar, gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við stéttarfélagið við undirbúning aðgerðanna. VÍSIR/GVA Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag.
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent