Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 11:25 Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“ Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36