Innlent

Verkfallsfrumvarpið afgreitt úr nefnd

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Unnur Brá Konráðsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. vísir/vilhelm
Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi nú í hádeginu frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Málinu var vísað til nefndarinnar um klukkan ellefu í gærkvöld, eða við lok þingfundar. Frumvarpið var samþykkt nánast óbreytt.

„Það var ein tæknileg breyting. Það gleymdist orð í upptalningunni, eða Fræðagarður, sem bætist við fyrstu málsgrein fyrstu efnisgreinar en annars voru engar efnislegar breytingar gerðar,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi og bætir við að nú muni minnihlutinn taka sér tíma í að skrifa sitt nefndarálit.

Áætlað var að þingfundur myndi hefjast klukkan 14 í dag en Unnur flest benda til þess að honum verði seinkað eitthvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×