Innlent

Akureyri besti áfangastaðurinn í Evrópu að mati Lonely Planet

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Vísir/Pjetur

Ferðavefurinn Lonely Planet sendi í dag frá sér lista yfir tíu bestu áfangastaðina í Evrópu í sumar og er það höfuðborg Norðurlands, Akureyri, sem toppar listann í ár. Í öðru sæti er þýska borgin Leipzig og í því þriðja Asóreyjar undan ströndum Portúgal.

Í umsögn Lonely Planet um sigurvegarann segir að Akureyri sé afslappaður og skemmtilegur bær og frábær staður til að gista ef skoða á gullfallegt landslag Norðurlands.

„Áfangastaðirnir voru valdir af Evrópusérfræðingum okkar,“ segir Tom Hall, ritstjóri Lonely Planet, í fréttatilkynningu. „Sumir koma ef til vill á óvart, sumir eru vissulega lítið þekktir, en það er kjörið að heimsækja þá alla akkúrat núna.“ 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.