Skiptar skoðanir um fyrirtæki sem lofar ódýru ferðalagi til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2015 16:54 Price Drop Iceland er nýtt fyrirtæki sem miðar að því að hjálpa ferðamönnum að ferðast um landið án þess að tæma budduna. Vísir Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur. Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur.
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira