Skiptar skoðanir um fyrirtæki sem lofar ódýru ferðalagi til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2015 16:54 Price Drop Iceland er nýtt fyrirtæki sem miðar að því að hjálpa ferðamönnum að ferðast um landið án þess að tæma budduna. Vísir Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira