„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 18:38 Frú Vigdís Finnbogadóttir á svölum Alþingishússins í dag. vísir/stefán Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“ Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11