Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. júní 2015 19:13 Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“ Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira