Elísabet: Of margir leikmenn í efstu deild kvenna á Íslandi eru í lélegu formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 12:45 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrir helgi þar sem hún ræddi stöðu kvenna innan knattspyrnunnar og hvernig konur og þeir sem starfa í kringum kvennafótboltann geti gert betur. Elísabet gerði Val þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún var ráðinn til starfa hjá Kristianstad árið 2008, en þar hefur hún þjálfað síðan við góðan orðstír. „Ég hef mikinn metnað og minn þjálfaraferill mun ekkert enda í fimmta sæti í sænsku deildinni. Ég hef hugsað á leiðinni að þetta hefur verið öðruvísi reynsla fyrir mig því kvennaboltinn er miklu minna þróaður heldur en ég hélt áður en ég kom út,“ segir Elísabet.Elísabet gerði frábæra hluti sem þjálfari Vals.vísir/daníelGagnrýnum oft aðra Hún segir metnað fyrir kvennabolta á Íslandi mikinn innan ákveðinna félaga, en jafnt úti sem heima á Íslandi er kallað eftir meiri umfjöllun. „Maður kvartar oft yfir því að fjölmiðlar sýni ekki áhuga og svo framvegis, en það er nákvæmlega sama umræða í öllum löndum,“ segir Elísabet. „En ef maður lítur á þetta sem manneskja sem þekkir kvennaboltann mjög vel þá verð ég bara að segja að við, sem vinnum í kvennaboltanum, gagnrýnum oft aðra fyrir að sjá okkur ekki og virða okkur ekki en við erum samt sem áður ekki að vinna á réttan hátt.“ „Það sem ég hef lært á því að vera hér er að maður getur unnið af miklu meiri fagmennsku í kvennafótboltanum sem einstaklingur innan fótboltans; sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður. Unnið fyrir því að fá þá virðingu og athygli sem maður vill. Það eru alltof fá félög sem eru að gera það í heiminum í dag.“Of margar stelpur í yfirþyngd spila í efstu deild kvenna á Íslandi að mati Elísabetar.vísir/stefánEngir karlmenn í yfirþyng í efstu deild Elísabet segir það skipta máli hvaða fólk er ráðið til starfa innan kvennafótboltans, en það verði að gera kröfur til þeirra jafnt sem leikmannanna. „Við þurfum að lyfta okkur sjálfum upp á hærra plan og sýna meiri metnað með því hvaða fólk við ráðum til starfa og hvaða fólk við fáum inn í starfið. Einnig hvaða leikmenn við fáum til okkar og hvaða kröfur við gerum til þeirra,“ segir Elísabet. „Nú ætla ég að vera mjög gagnrýnin og segja, að þegar þú horfir á karlafótbolta á Íslandi þá sérðu ekki marga leikmenn í yfirþyngd inn á vellinum í efstu deild. Ef þú horfir á efstu deild kvenna á Íslandi þá eru alltof margir leikmenn sem eru í lélegu formi.“ „Ef við viljum lyfta kvennaboltanum á hærra plan og fá þá athygli sem maður er endalaust að bera saman við karlafótboltann þá verðum við að gjöra svo vel og setja þá kröfur að leikmenn séu í 100 prósent standi og formi til að geta selt íþróttina á almennilegan hátt. Mér finnst við ekki alveg vera þar,“ segir Elísabet. Hún segir að krafan um þessi viðmið verði að koma frá þeim sem stjórna félaginu og þjálfurum liðsins. „Það er stefna hjá mér að ég er ekki með leikmann inn á vellinum sem er ekki í formi sama hversu góð hún er. Það gengur ekki upp,“ segir Elísabet.Elísabet ætlar að koma Kristianstad á kortið.vísir/valliErum í rosalega erfiðri stöðu Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í sjö ár og ætlar að vera þar lengur. Metnaður hennar fyrir að koma félaginu í fremstu röð er mikill, en aðstæður eru erfiðar þar sem hún starfar. „Ég hugsa þannig að ég sé á góðum stað til að læra. Ég hef lært ýmislegt um sjálfa mig og hvernig ég get gert hlutina öðruvísi,“ segir hún. „Við erum í rosalega erfiðri stöðu í Kristianstad. Félagið hefur verið í ömurlegum málum fjárhagslega sem ég komst ekki að fyrr en í lok árs 2013.“ „Ég hef samt tekið þá stórfurðulegu ákvörðun að koma þessu félagi á kortið, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Það er ekkert sem fær mig til að snúa við á þeirri leið. Eftir að hafa fjárfest sjö árum af mínu lífi í Kristianstad ætla ég að fara alla leið með þetta lið,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Viðtalið allt má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrir helgi þar sem hún ræddi stöðu kvenna innan knattspyrnunnar og hvernig konur og þeir sem starfa í kringum kvennafótboltann geti gert betur. Elísabet gerði Val þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún var ráðinn til starfa hjá Kristianstad árið 2008, en þar hefur hún þjálfað síðan við góðan orðstír. „Ég hef mikinn metnað og minn þjálfaraferill mun ekkert enda í fimmta sæti í sænsku deildinni. Ég hef hugsað á leiðinni að þetta hefur verið öðruvísi reynsla fyrir mig því kvennaboltinn er miklu minna þróaður heldur en ég hélt áður en ég kom út,“ segir Elísabet.Elísabet gerði frábæra hluti sem þjálfari Vals.vísir/daníelGagnrýnum oft aðra Hún segir metnað fyrir kvennabolta á Íslandi mikinn innan ákveðinna félaga, en jafnt úti sem heima á Íslandi er kallað eftir meiri umfjöllun. „Maður kvartar oft yfir því að fjölmiðlar sýni ekki áhuga og svo framvegis, en það er nákvæmlega sama umræða í öllum löndum,“ segir Elísabet. „En ef maður lítur á þetta sem manneskja sem þekkir kvennaboltann mjög vel þá verð ég bara að segja að við, sem vinnum í kvennaboltanum, gagnrýnum oft aðra fyrir að sjá okkur ekki og virða okkur ekki en við erum samt sem áður ekki að vinna á réttan hátt.“ „Það sem ég hef lært á því að vera hér er að maður getur unnið af miklu meiri fagmennsku í kvennafótboltanum sem einstaklingur innan fótboltans; sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður. Unnið fyrir því að fá þá virðingu og athygli sem maður vill. Það eru alltof fá félög sem eru að gera það í heiminum í dag.“Of margar stelpur í yfirþyngd spila í efstu deild kvenna á Íslandi að mati Elísabetar.vísir/stefánEngir karlmenn í yfirþyng í efstu deild Elísabet segir það skipta máli hvaða fólk er ráðið til starfa innan kvennafótboltans, en það verði að gera kröfur til þeirra jafnt sem leikmannanna. „Við þurfum að lyfta okkur sjálfum upp á hærra plan og sýna meiri metnað með því hvaða fólk við ráðum til starfa og hvaða fólk við fáum inn í starfið. Einnig hvaða leikmenn við fáum til okkar og hvaða kröfur við gerum til þeirra,“ segir Elísabet. „Nú ætla ég að vera mjög gagnrýnin og segja, að þegar þú horfir á karlafótbolta á Íslandi þá sérðu ekki marga leikmenn í yfirþyngd inn á vellinum í efstu deild. Ef þú horfir á efstu deild kvenna á Íslandi þá eru alltof margir leikmenn sem eru í lélegu formi.“ „Ef við viljum lyfta kvennaboltanum á hærra plan og fá þá athygli sem maður er endalaust að bera saman við karlafótboltann þá verðum við að gjöra svo vel og setja þá kröfur að leikmenn séu í 100 prósent standi og formi til að geta selt íþróttina á almennilegan hátt. Mér finnst við ekki alveg vera þar,“ segir Elísabet. Hún segir að krafan um þessi viðmið verði að koma frá þeim sem stjórna félaginu og þjálfurum liðsins. „Það er stefna hjá mér að ég er ekki með leikmann inn á vellinum sem er ekki í formi sama hversu góð hún er. Það gengur ekki upp,“ segir Elísabet.Elísabet ætlar að koma Kristianstad á kortið.vísir/valliErum í rosalega erfiðri stöðu Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í sjö ár og ætlar að vera þar lengur. Metnaður hennar fyrir að koma félaginu í fremstu röð er mikill, en aðstæður eru erfiðar þar sem hún starfar. „Ég hugsa þannig að ég sé á góðum stað til að læra. Ég hef lært ýmislegt um sjálfa mig og hvernig ég get gert hlutina öðruvísi,“ segir hún. „Við erum í rosalega erfiðri stöðu í Kristianstad. Félagið hefur verið í ömurlegum málum fjárhagslega sem ég komst ekki að fyrr en í lok árs 2013.“ „Ég hef samt tekið þá stórfurðulegu ákvörðun að koma þessu félagi á kortið, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Það er ekkert sem fær mig til að snúa við á þeirri leið. Eftir að hafa fjárfest sjö árum af mínu lífi í Kristianstad ætla ég að fara alla leið með þetta lið,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Viðtalið allt má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira