Lars: Gott að Gylfi fékk smá frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2015 14:07 Gylfi Þór Sigurðsson kemur úthvíldur í leikinn. vísir/stefán "Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
"Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira