Lars: Gott að Gylfi fékk smá frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2015 14:07 Gylfi Þór Sigurðsson kemur úthvíldur í leikinn. vísir/stefán "Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
"Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira