Fótbolti

Steinþór og Jón Daði í stuði í sigri Viking

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði skoraði og átti stoðsendingu þegar Viking komst áfram í bikarkeppninni í Noregi.
Jón Daði skoraði og átti stoðsendingu þegar Viking komst áfram í bikarkeppninni í Noregi. mynd/heimasíða viking
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk og Jón Daði Böðvarsson eitt þegar Viking vann 3-5 sigur á C-deildarliði Arendal í 3. umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Jón Daði lagði einnig upp fyrsta mark Viking í leiknum.

Arendal var 2-1 yfir í hálfleik en Steinþór jafnaði metin á 57. mínútu. Veton Berisha kom Viking svo yfir á 70. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Arendal metin í 3-3.

En Steinþór og Jón Daði sáu til þess að Viking komst áfram með sitt hvoru markinu á síðustu fimm mínútum leiksins. Indriði Sigurðsson kom inn á sem varamaður í liði Viking á 61. mínútu.

Aron Elís Þrándarson lék síðustu 16 mínúturnar fyrir Aalesund sem tapaði 1-0 fyrir B-deildarliði Hödd. Þetta var fyrsti leikur Arons fyrir Aalesund en hann hefur verið meiddur í upphafi tímabilsins í Noregi.

Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekk Aalesunds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×