Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling - Vogin: Slakaðu á svipunni

Sigga Kling skrifar
Elsku magnaða vog. Þú ert að fara inn í daga sem verða eins og það sé aðfangadagskvöld. Síðan ferðu inn í daga sem eru eins og nýársdagur, sem er dagurinn eftir partíið. Þú þarft að tengja þetta tvennt saman til að finna friðinn sem þú þarft á að halda til að halda út þetta sumar. Ekki gefa þér neinn tíma til að vorkenna þér.

Það er að koma yfir þig svo mikill máttur skipulagningar og þú átt eftir að verða svo hörð við þig að ég þarf að biðja þig um að slaka aðeins á svipunni. Það er ekki leyfilegt að berja sjálfan sig svona niður.

Talaðu aðeins meira upp, elsku vogin mín, því fólk í kringum þig er fullt aðdáunar á því sem þú gerir og sér alls ekki að þú sért með einhverjar stormandi áhyggjur annan hvern dag út af einhverju sem ekki er búið að gerast. Þér virðist vera boðið í óvenjulega mikið af veislum og uppákomum og þú munt ekki alveg skilja í hvaða orku þú ert. Þessi mórall sem þú hefur yfir sjálfri þér er bara djók svo þú hendir þeirri hugsun.

Eina hindrunin í þessu sumri er tengd hugarástandi. Vonbrigði fortíðarinnar eru löngu búin og framtíðin er uppfull af möguleikum sem þú bjóst alls ekki við að fá. Lífsreynsla þín á eftir að hjálpa þér, þó hún hafi oft verið erfið.

Mottó:

Vogin vinnur

Frægar vogir: Glúmur Baldvinsson, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign skartgripasnillingur, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg fatahönnuður, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Erla Björg Gunnarsdóttir blaðakona og bjútíbomba.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×