Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling - Bogmaður: Þú fyllist sjálfsöryggi

Sigga Kling skrifar
Elsku brjálæðislega skemmtilegi bogmaður. Mig langaði að segja brjálaði en þorði það ekki. Það ert þú sem lætur lífið gerast. Nú eru um að bil sex mánuðir þar til þú heldur upp á afmælið þitt og það verður undirbúningstími fyrir þig. Það er eins og þú sért að taka einhverja háskólagráðu, það er svo mikið framundan.

Þið bogmenn sem eruð í sviðsljósinu eruð að fyllast af þessu sjálfsöryggi sem þið hefðuð mátt vita að þið þyrftuð að hafa. Það er samt sjaldgæft að hitta montinn bogmann en núna virðistu eiga eftir að verða miklu montnari. Mont og stolt eru systur svo það er af hinu rosalega góða að hrósa sér þegar vel gengur.

Þú ert að taka áhættu í mörgu og þú hefur minni áhyggjur þegar fram líða stundir en þú bjóst við. Mörg verkefni eru framundan, bæði í ást og frama. Það er mikilvægt fyrir þig að skoða að framinn býr í öllu, líka því að vera góður að vinna í sjoppu.

Það er talsvert álag á fjölskyldumeðlimum og þú mátt ekki láta sjá á þér að þér líði illa út af því, vegna þess að einhver þarf að standa keikur og beinn.

Víðsýni þitt á eftir að koma þér á nýja staði á þessu ári og þú átt eftir að vera í þínu besta formi. Þegar það gerist, þá er ekkert fallegra en þú, elsku bogmaður. 

Mottó:

Lífið er gott báðum megin

Frægir bogmenn: Bryndís Ásmundsdóttir díva, Jóhanna Vilhjálmasdóttir fjallkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Eyþór Arnalds.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×