Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling - Nautið: Ástin er allt í kring

Sigga Kling skrifar
Elsku kærleiksríka naut. Ótrúlega merkilegir hlutir hafa verið að gerast og margt sem mun breyta lífi þínu, jafnvel án þess að þú komir auga á það. Tilfinningar þínar hafa verið þandar til hins ýtrasta, bæði í grát og gleði. Það er svo merkilegt að það eru áramót hjá okkur þegar við eigum afmæli og það nýja sem þú sérð að er að koma á eftir að marka næstu mánuði.

Það sem þó kemur fyrir er að þér eru sendir erfiðleikar, en þeir eru til þess að koma þér á réttu brautina. Þú þarft að vera þakklátt fyrir þá erfiðleika sem sýna þér nýtt ljós, en það getur verið erfitt fyrir tilfinningamiklu nautin. Það er líka mikilvægt fyrir þig að búast ekki við neinu þakklæti frá öðrum því þá verðurðu fyrir vonbrigðum.

Það er mikil ást í orkunni í kringum þig og ástin er í öllu. Hún er í vináttunni, vinnunni, áhugamálinu og að sjálfsögðu því að vera ástfanginn. Erfið ást mun springa en góð ást dafna. Þetta er rosalega spennandi tími sem segir þér að hika er það sama og að tapa. Ekki láta neitt eða neinn ógna þér, því ógnin er bara blekking.

Mottó: 

Með einu skrefi fer allt af stað. Það er þitt að taka það.

Fræg naut: Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga lGuðmundsdóttir latikokkur, Ellý Ármanns ofurkona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×