Pirlo: Tapið gegn Liverpool 2005 versta stund lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 11:00 Andrea Pirlo ætlar að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn. vísir/getty Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45
Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30