Barcelona meistari í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2015 20:30 Suarez fagnar marki sínu. vísir/afp Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1: Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1:
Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira