Barcelona meistari í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2015 20:30 Suarez fagnar marki sínu. vísir/afp Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1: Fótbolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1:
Fótbolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira