Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - FH 0-1 | Fyrsta mark Bjarna skilaði þrem stigum Andri Valur Ívarsson skrifar 7. júní 2015 00:01 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán FH heldur toppsætinu í Pepsi-deild karla eftir nauman sigur á Víkingi í Víkinni. Víkingar lögðu leikinn upp með að liggja til baka og verjast þétt og sækja hratt þegar færi gafst. Leikmönnum FH gekk illa í fyrri hálfleik að láta boltann ganga almennilega og opna glufur í vörn Víkinga. Mest allan fyrri hálfleik fór leikurinn fram á miðjum vellinum og að hluta til inn á fremsta hluta vallarhelmings Víkings. Þegar Erlendur Eiríksson dómari flautaði til leikhlés er óhætt að segja að fátt markvert hafi verið búið að gerast og markmenn liðanna höfðu ekki þurft að taka á honum stóra sínum. Í síðari hálfleik tók leikurinn að opnast. Víkingar komu aðeins framar á völlinn og byrjuðu af nokkrum krafti. Strax á 47. mínútu átti Arnþór Ingi skalla í slá eftir flotta fyrirgjöf frá vinstri og Víkingar óheppnir að ná ekki forystu. Skömmu síðar átti Bjarni Þór Viðarsson, næsti besti leikmaður FH í kvöld, skalla að marki sem Thomas Nielsen markmaður Víkings varði naumlega í horn. Skömmu síðar var Bjarni búinn að skora. Á 51. mínútu átti Jón Ragnar Jónsson, besti leikmaður FH í kvöld, frábæra fyrirgjöf frá hægri kanti, beint á höfuðið á Bjarna sem skoraði með skalla. Thomas Nielsen er líklega sár við sjálfan sig og hefði viljað gera betur. Andri Rúnar Bjarnason var nálægt því að jafna fyrir heimamenn þegar hann átti þrumuskot niðri í stöngina fjær sem Róbert átti ekki möguleika á að verja. Mjög gott skot og Andri óheppinn þarna. Nokkrum mínútum síðar eða á 72. mínútu átti Thomas Nielsen frábæra markvörslu á hinum enda vallarins þegar Jérémy Serwy vann boltann af varnarmanni Víkings og komst einn gegn markmanni. Hann hafði nægan tíma til að klára færið, reyndi að setja boltann fram hjá Nielsen sem gerði mjög vel að verja. Hann stóð og beið og lét ekki setja sig úr jafnvægi. Eftir þetta gerðist fátt markvert fyrr en í uppbótartíma þegar Víkingar vildu fá vítaspyrnu. Vildu þeir meina að Kassim Doumbia hefði brugðið leikmanni Víkings. Erlendur dómari, sem átti mjög góðan dag með flautuna, var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekkert. FH fer því með stigin þrjú í Hafnarfjörðinn og eftir sitja Víkingar með sárt ennið. Víkingar áttu prýðilegan leik og með smá heppni og herslumun hefðu þeir hið minnsta geta fengið eitt stig úr viðureigninni.Heimir Guðjónsson: Víkingarnir voru mjög góðir „Víkingarnir voru mjög góðir og við erum ánægðir með að taka þrjú stig hérna í kvöld,” sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í viðtali eftir leik. „Okkur grunaði að þeir myndu liggja til baka eins og síðast þegar við komum hingað en bjuggumst kannski ekki við því að þeir myndu liggja svona aftarlega. Þeir færðu sig svo framar á völlinn eftir að hafa lent undir og settu okkur undir pressu og fengu færi.” Þá sagði Heimir að lið FH hefði hingað til verið að fá of mikið af færum á sig og mörk og það væri eitthvað sem þyrfti að laga. Það væri skref í þá átt að halda hreinu í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og get því ekki eytt miklum tíma í að velta fyrir mér úrslitum hjá öðrum liðum í deildinni,” sagði Heimir og bætti við að hann væri svekktur út í Óla Þórðar, þjálfara Víkings, að láta sig ekki vita að það yrðu engin varamannaskýli á leiknum í kvöld. Það vakti athygli áhorfenda að varamenn og þjálfarar sátu á plaststólum í stað þess að sitja í hefðbundnum varamannaskýlum. Víkingar standa í framkvæmdum þessa dagana og eru að undirbúa ný varamannaskýli ásamt nýrri blaðamannaaðstöðu.Jón Ragnar: Vil alltaf halda hreinu Bakvörðurinn Jón Ragnar var hress að vanda eftir leik. „Við viljum vera á toppnum og framhaldið er bara að vinna næsta leik. Það væri ekki verra að vinna þann leik því ég sem varnarmaður vil auðvitað alltaf halda hreinu,” sagði Jón Ragnar. Þá bætti hann því við að „Lenny” [Steve Lennon] væri ánægður með sig núna því hann hefði bæði haldið hreinu og verið með stoðsendingu en Jón Ragnar er varnarmaður í liði Steve Lennon í Fantasy deildinni og fékk framherjinn því nokkur stig í sarpinn eftir frammistöðu Jóns Ragnars í kvöld.Ólafur Þórðarson: Mjög svekktur að hafa ekki fengið allavega eitt stig „Mér fannst við spila mjög vel en eins og fyrr í sumar þá dettur ekkert með okkur,” sagið Ólafur Þórðarson þjálfari Víkinga eftir leik. „Við klikkum einu sinni og fáum á okkur mark. Þetta var líklega okkar besti leikur í sumar. Við spiluðum líka vel gegn Stjörnunni en þessi leikur í kvöld var mjög góður. Svona er fótboltinn að það dugar ekki að spila vel heldur þarf að nýta færi og skora mörk og verjast vel. Þeir skora ekki á meðan við verjumst vel.” Þá sagðist Óli aðspurður var alveg rólegur og hefði litlar áhyggjur þrátt fyrir að Víkingur hafi ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð. „Það er nóg af umferðum eftir. Ég er búinn að vera það lengi í þessu og veit að það er nægur tími eftir.”vísir/stefánvísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
FH heldur toppsætinu í Pepsi-deild karla eftir nauman sigur á Víkingi í Víkinni. Víkingar lögðu leikinn upp með að liggja til baka og verjast þétt og sækja hratt þegar færi gafst. Leikmönnum FH gekk illa í fyrri hálfleik að láta boltann ganga almennilega og opna glufur í vörn Víkinga. Mest allan fyrri hálfleik fór leikurinn fram á miðjum vellinum og að hluta til inn á fremsta hluta vallarhelmings Víkings. Þegar Erlendur Eiríksson dómari flautaði til leikhlés er óhætt að segja að fátt markvert hafi verið búið að gerast og markmenn liðanna höfðu ekki þurft að taka á honum stóra sínum. Í síðari hálfleik tók leikurinn að opnast. Víkingar komu aðeins framar á völlinn og byrjuðu af nokkrum krafti. Strax á 47. mínútu átti Arnþór Ingi skalla í slá eftir flotta fyrirgjöf frá vinstri og Víkingar óheppnir að ná ekki forystu. Skömmu síðar átti Bjarni Þór Viðarsson, næsti besti leikmaður FH í kvöld, skalla að marki sem Thomas Nielsen markmaður Víkings varði naumlega í horn. Skömmu síðar var Bjarni búinn að skora. Á 51. mínútu átti Jón Ragnar Jónsson, besti leikmaður FH í kvöld, frábæra fyrirgjöf frá hægri kanti, beint á höfuðið á Bjarna sem skoraði með skalla. Thomas Nielsen er líklega sár við sjálfan sig og hefði viljað gera betur. Andri Rúnar Bjarnason var nálægt því að jafna fyrir heimamenn þegar hann átti þrumuskot niðri í stöngina fjær sem Róbert átti ekki möguleika á að verja. Mjög gott skot og Andri óheppinn þarna. Nokkrum mínútum síðar eða á 72. mínútu átti Thomas Nielsen frábæra markvörslu á hinum enda vallarins þegar Jérémy Serwy vann boltann af varnarmanni Víkings og komst einn gegn markmanni. Hann hafði nægan tíma til að klára færið, reyndi að setja boltann fram hjá Nielsen sem gerði mjög vel að verja. Hann stóð og beið og lét ekki setja sig úr jafnvægi. Eftir þetta gerðist fátt markvert fyrr en í uppbótartíma þegar Víkingar vildu fá vítaspyrnu. Vildu þeir meina að Kassim Doumbia hefði brugðið leikmanni Víkings. Erlendur dómari, sem átti mjög góðan dag með flautuna, var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekkert. FH fer því með stigin þrjú í Hafnarfjörðinn og eftir sitja Víkingar með sárt ennið. Víkingar áttu prýðilegan leik og með smá heppni og herslumun hefðu þeir hið minnsta geta fengið eitt stig úr viðureigninni.Heimir Guðjónsson: Víkingarnir voru mjög góðir „Víkingarnir voru mjög góðir og við erum ánægðir með að taka þrjú stig hérna í kvöld,” sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í viðtali eftir leik. „Okkur grunaði að þeir myndu liggja til baka eins og síðast þegar við komum hingað en bjuggumst kannski ekki við því að þeir myndu liggja svona aftarlega. Þeir færðu sig svo framar á völlinn eftir að hafa lent undir og settu okkur undir pressu og fengu færi.” Þá sagði Heimir að lið FH hefði hingað til verið að fá of mikið af færum á sig og mörk og það væri eitthvað sem þyrfti að laga. Það væri skref í þá átt að halda hreinu í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og get því ekki eytt miklum tíma í að velta fyrir mér úrslitum hjá öðrum liðum í deildinni,” sagði Heimir og bætti við að hann væri svekktur út í Óla Þórðar, þjálfara Víkings, að láta sig ekki vita að það yrðu engin varamannaskýli á leiknum í kvöld. Það vakti athygli áhorfenda að varamenn og þjálfarar sátu á plaststólum í stað þess að sitja í hefðbundnum varamannaskýlum. Víkingar standa í framkvæmdum þessa dagana og eru að undirbúa ný varamannaskýli ásamt nýrri blaðamannaaðstöðu.Jón Ragnar: Vil alltaf halda hreinu Bakvörðurinn Jón Ragnar var hress að vanda eftir leik. „Við viljum vera á toppnum og framhaldið er bara að vinna næsta leik. Það væri ekki verra að vinna þann leik því ég sem varnarmaður vil auðvitað alltaf halda hreinu,” sagði Jón Ragnar. Þá bætti hann því við að „Lenny” [Steve Lennon] væri ánægður með sig núna því hann hefði bæði haldið hreinu og verið með stoðsendingu en Jón Ragnar er varnarmaður í liði Steve Lennon í Fantasy deildinni og fékk framherjinn því nokkur stig í sarpinn eftir frammistöðu Jóns Ragnars í kvöld.Ólafur Þórðarson: Mjög svekktur að hafa ekki fengið allavega eitt stig „Mér fannst við spila mjög vel en eins og fyrr í sumar þá dettur ekkert með okkur,” sagið Ólafur Þórðarson þjálfari Víkinga eftir leik. „Við klikkum einu sinni og fáum á okkur mark. Þetta var líklega okkar besti leikur í sumar. Við spiluðum líka vel gegn Stjörnunni en þessi leikur í kvöld var mjög góður. Svona er fótboltinn að það dugar ekki að spila vel heldur þarf að nýta færi og skora mörk og verjast vel. Þeir skora ekki á meðan við verjumst vel.” Þá sagðist Óli aðspurður var alveg rólegur og hefði litlar áhyggjur þrátt fyrir að Víkingur hafi ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð. „Það er nóg af umferðum eftir. Ég er búinn að vera það lengi í þessu og veit að það er nægur tími eftir.”vísir/stefánvísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira