Ákváðum að taka slaginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 08:00 Haukur Ingi var aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki. vísir/getty Keflavík réð í gær nýja þjálfara fyrir karlalið félagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru þá ráðnir í stað Kristjáns Guðmundssonar sem var rekinn á fimmtudag. Þeir gerðu samning við Keflavík út leiktíðina. Báðir eru að þreyta frumraun sína sem aðalþjálfarar en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Það er spurning sem aldrei er hægt að svara fyrr en eftir á,“ segir Haukur Ingi heimspekilega. „Menn verða alltaf að byrja einhvern tímann. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Bæði Haukur Ingi og Jóhann Birnir eru synir Keflavíkur og með betri knattspyrnumönnum sem félagið hefur framleitt á síðari árum. Þeir fengu lítinn tíma til þess að hugsa um tilboðið. „Við ákváðum að taka slaginn þó svo að við hefðum nánast þurft að svara á staðnum. Það var í raun og veru aldrei spurning um að taka slaginn,“ segir þjálfarinn en hann var áður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki og tók svo við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. „Ég hef lengi haft hug á því að láta á það reyna hvort þetta eigi við mig. Þetta gerist kannski aðeins fyrr en ég átti von á. Ég tel mig líka búa vel þar sem ég var aðstoðarþjálfari í þrjú ár,“ segir framherjinn fyrrverandi og telur að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Ég held að margir fyrrverandi leikmenn flaski stundum á því að halda að þeir séu fullmótaðir þjálfarar og hoppa beint út í þjálfun. Ég hef reynslu af því hvernig hlutirnir virka á bak við tjöldin en það gerist margt þar sem maður hafði ekki hugmynd um sem leikmaður.“ Það er verk að vinna hjá þeim félögum að rífa Keflavík upp úr botnsæti Pepsi-deildarinnar en þeir ætla að gera sitt besta. „Ég er mjög spenntur og held að þetta verði skemmtilegt. Þetta er líka mikill heiður fyrir mig og verður gaman að reyna að snúa gengi liðsins við. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Máni: Það eru djúsi kjúklingabringur í Keflavík Hinn brottrekni aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Þorkell Máni Pétursson, var í áhugaverðu viðtali við Akraborgina í dag. 5. júní 2015 16:57 Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík Taka við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn úr starfi í gær. 5. júní 2015 14:09 Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík Kveður liðið í botnsæti Pepsi-deildarinnar með eitt stig eftir sex umferðir. 4. júní 2015 19:04 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Keflavík réð í gær nýja þjálfara fyrir karlalið félagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru þá ráðnir í stað Kristjáns Guðmundssonar sem var rekinn á fimmtudag. Þeir gerðu samning við Keflavík út leiktíðina. Báðir eru að þreyta frumraun sína sem aðalþjálfarar en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Það er spurning sem aldrei er hægt að svara fyrr en eftir á,“ segir Haukur Ingi heimspekilega. „Menn verða alltaf að byrja einhvern tímann. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Bæði Haukur Ingi og Jóhann Birnir eru synir Keflavíkur og með betri knattspyrnumönnum sem félagið hefur framleitt á síðari árum. Þeir fengu lítinn tíma til þess að hugsa um tilboðið. „Við ákváðum að taka slaginn þó svo að við hefðum nánast þurft að svara á staðnum. Það var í raun og veru aldrei spurning um að taka slaginn,“ segir þjálfarinn en hann var áður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki og tók svo við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. „Ég hef lengi haft hug á því að láta á það reyna hvort þetta eigi við mig. Þetta gerist kannski aðeins fyrr en ég átti von á. Ég tel mig líka búa vel þar sem ég var aðstoðarþjálfari í þrjú ár,“ segir framherjinn fyrrverandi og telur að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Ég held að margir fyrrverandi leikmenn flaski stundum á því að halda að þeir séu fullmótaðir þjálfarar og hoppa beint út í þjálfun. Ég hef reynslu af því hvernig hlutirnir virka á bak við tjöldin en það gerist margt þar sem maður hafði ekki hugmynd um sem leikmaður.“ Það er verk að vinna hjá þeim félögum að rífa Keflavík upp úr botnsæti Pepsi-deildarinnar en þeir ætla að gera sitt besta. „Ég er mjög spenntur og held að þetta verði skemmtilegt. Þetta er líka mikill heiður fyrir mig og verður gaman að reyna að snúa gengi liðsins við.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Máni: Það eru djúsi kjúklingabringur í Keflavík Hinn brottrekni aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Þorkell Máni Pétursson, var í áhugaverðu viðtali við Akraborgina í dag. 5. júní 2015 16:57 Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík Taka við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn úr starfi í gær. 5. júní 2015 14:09 Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík Kveður liðið í botnsæti Pepsi-deildarinnar með eitt stig eftir sex umferðir. 4. júní 2015 19:04 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Máni: Það eru djúsi kjúklingabringur í Keflavík Hinn brottrekni aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Þorkell Máni Pétursson, var í áhugaverðu viðtali við Akraborgina í dag. 5. júní 2015 16:57
Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík Taka við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn úr starfi í gær. 5. júní 2015 14:09
Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík Kveður liðið í botnsæti Pepsi-deildarinnar með eitt stig eftir sex umferðir. 4. júní 2015 19:04