Fótbolti

Birkir kemur til Íslands á morgun | Spilar ekki síðari leikinn með Pescara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnson í landsleik.
Birkir Bjarnson í landsleik. vísir/getty
Birkir Bjarnason verður með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Tékklandi á föstudag, en þetta staðfesti Heimir Hallgrímsson við Fótbolta.net í dag.

Birkir átti leik með félagsliði sínu, Pescara, í umspili um laust sæti í Seriu A á þriðjudag, en þá fer fram síðari leikur Pescara og Bologna í umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.

„Hann kemur á morgun. Við nýtum okkar rétt," sagði Heimir í samtali við Fótbolti.net og bætti við:

„Auðvitað erum við að taka stóran og mikilvægan leik af honum en við verðum að halda með okkur."

Stórleikurinn fer fram á föstudag gegn Tékklandi, en það er afar mikilvægur leikur í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×