Innlent

Bein útsending: Blaðamannafundur vegna afnáms gjaldeyrishafta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, munu kynna áætlun um afnám hafta í dag.
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, munu kynna áætlun um afnám hafta í dag. vísir/gva
Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynna áætlun vegna afnáms gjaldeyrishafta hefst í Kaldalónssal Hörpu núna klukkan 12.

Sjá einnig:39% skattur lagður á eignir slitabúa bankanna

 

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér að neðan.

Click here for an English version

Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem tengjast afnámi haftanna. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðuleikaskatt verður að lögum.

Það frumvarp munu forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna á fundinum í dag.

Uppfært klukkan 13:00

Fundinum er lokið. Frekari umfjöllun má sjá í fréttunum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Slitastjórn Glitnis með skattinn til skoðunar

Slitastjórn Glitnis segir að hluti kröfuhafa, sem eiga um 25 prósent af kröfum í búið, hafi verið í sambandi við framkvæmdastjórn um afnám fjármagnshafta varðandi mögulega undanþágu frá höftum og greiðslu stöðugleikaskatts.

Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×