Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 13:27 Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Vísir/GVA Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23