Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 13:27 Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Vísir/GVA Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23