Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 12:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna. Gjaldeyrishöft Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira