Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana Bjarki Ármannsson skrifar 9. júní 2015 21:50 Myndirnar hafa vart farið fram hjá íslenskum Facebook-notendum. Nýtt vitundarvakningarátak, sem felst í því að skipta út forsíðumynd á Facebook fyrir aðra hvora myndina hér að ofan, fer nú eins og eldur í sinu um íslenskt Facebook-samfélag. Notkun myndanna á að vekja fólk til umhugsunar um hversu algengt kynferðisofbeldi er hér á landi. Þeir sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi geta vakið athygli á því með því að setja appelsínugulu myndina á Facebook-síðu sína. Þeir sem þekkja einhvern sem orðið hefur fyrir slíku ofbeldi, geta notað gulu myndina. Einnig er hægt að nota blöndu af báðum ef við á. Myndirnar hafa ratað víða undanfarna daga og í kvöld er fjallað um átakið á vef breska dagblaðsins The Independent. Þar eru myndirnar sagðar „einfaldar en áhrifaríkar“ og ýjað að því að þær gætu ratað á Facebook-síður á Bretlandi og víðar. Átakið á rætur sínar að rekja til frásagna af kynferðisofbeldi af ýmsum toga sem íslenskar konur og stúlkur hafa deilt í Facebook-hópnum Beauty Tips að undanförnu. Hundruð kvenna hafa deilt slíkum sögum, oft með myllumerkjunum #þöggun og #konurtala, til að vekja athygli á kynferðisofbeldisvandanum og varpa ábyrgðinni af þolendum á gerendur. Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Nýtt vitundarvakningarátak, sem felst í því að skipta út forsíðumynd á Facebook fyrir aðra hvora myndina hér að ofan, fer nú eins og eldur í sinu um íslenskt Facebook-samfélag. Notkun myndanna á að vekja fólk til umhugsunar um hversu algengt kynferðisofbeldi er hér á landi. Þeir sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi geta vakið athygli á því með því að setja appelsínugulu myndina á Facebook-síðu sína. Þeir sem þekkja einhvern sem orðið hefur fyrir slíku ofbeldi, geta notað gulu myndina. Einnig er hægt að nota blöndu af báðum ef við á. Myndirnar hafa ratað víða undanfarna daga og í kvöld er fjallað um átakið á vef breska dagblaðsins The Independent. Þar eru myndirnar sagðar „einfaldar en áhrifaríkar“ og ýjað að því að þær gætu ratað á Facebook-síður á Bretlandi og víðar. Átakið á rætur sínar að rekja til frásagna af kynferðisofbeldi af ýmsum toga sem íslenskar konur og stúlkur hafa deilt í Facebook-hópnum Beauty Tips að undanförnu. Hundruð kvenna hafa deilt slíkum sögum, oft með myllumerkjunum #þöggun og #konurtala, til að vekja athygli á kynferðisofbeldisvandanum og varpa ábyrgðinni af þolendum á gerendur.
Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06