Enski boltinn

Barnes: Dettur einhverjum í hug að Sterling komist í liðið hjá Man City?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling var valinn besti ungi leikmaður Liverpool á lokahófi félagsins í gærkvöldi.
Sterling var valinn besti ungi leikmaður Liverpool á lokahófi félagsins í gærkvöldi. vísir/getty
Eins og fleiri fyrrverandi leikmenn Liverpool er John Barnes ekki ánægður með hegðun Raheems Sterling sem þykir líklegur til að yfirgefa Anfield í sumar.

„Raheem býr yfir miklum hæfileikum en Liverpool gaf honum tækifæri og hann ætti að halda kyrru fyrir hjá félaginu,“ sagði Barnes en samkvæmt frétt BBC hefur Sterling hafnað nýju samningstilboði Liverpool og ætlar að tilkynna knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers að hann ætli að fara frá félaginu í sumar.

Sjá einnig: Sterling vill fara frá Liverpool.

Barnes efast um að Sterling geti labbað inn í hvaða stórlið sem er og óttast að það sama hendi hann og margar vonarstjörnur Englands.

„Dettur einhverjum í hug að hann verði fyrsta nafn á skýrslu hjá Manchester City?

„Eða eru þeir bara kaupa hann vegna þess að þeir þurfa að fylla kvótann með enska leikmenn? Við höfum séð það sama gerast með leikmann eins og Scott Sinclair,“ sagði Barnes en umræddur Sinclair fór til City sumarið 2012 en lék aðeins 19 leiki með liðinu á þremur árum.

Sjá einnig: Sterling á að halda sér saman og skipta um umboðsmann.

Barnes bætti þó við að það væri erfitt að halda Sterling nauðugum hjá Liverpool.

„Þetta er ekki rétti tíminn fyrir Raheem að fara en ef hann vill skipta um lið ætti Liverpool að selja hann. Það er ekki hægt að vera með óánægðan leikmann í liðinu,“ sagði Barnes.

Á lokahófi Liverpool í gær var púað á Sterling þegar hann tók við verðlaunum sem besti ungi leikmaðurinn hjá félaginu.


Tengdar fréttir

Wenger: Ég vil ekki ljúga

Arsenal mætir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld en það er frestaður leikur frá því fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×