Enski boltinn

Sterling skemmti sér með leikmönnum Palace eftir tapið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling vildi frekar vera með leikmönnum Crystal Palace en leikmönnum Liverpool.
Raheem Sterling vildi frekar vera með leikmönnum Crystal Palace en leikmönnum Liverpool. Vísir/Getty
Raheem Sterling hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir annað en það sem hann gerir inn á fótboltavellinum og Liverpool Echo segir frá undarlegri ákvörðun kappans um helgina.

Raheem Sterling vill ekki vera áfram hjá Liverpool og hefur þessi tvítugi leikmaður hafnað samningi þar sem hann átti að fá hundrað þúsund pund í vikulaun eða um 20,6 milljónir íslenskra króna.

Liverpool tapaði 3-1 á móti Crystal Palace á Anfield á laugardaginn í síðasta heimaleik Steven Gerrard og eftir leikinn fór Raheem Sterling út á lífið með leikmönnum Crystal Palace.

Myndir birtust af Raheem Sterling að skemmta sér þar á meðal ásamt Jason Puncheon, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Puncheon skoraði á móti Liverpool á Anfield.

Félagarnir hittust á Liv-næturklúbbnum í Manchester og Liverpool Echo birti myndasyrpu af Raheem Sterling og leikmönnum Crystal Palace að skemmta sér saman.

Raheem Sterling er að klára sitt fjórða tímabil með Liverpool. Hann hefur skorað 7 mörk og gefið 8 stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tímabilið áður var hann eð 9 mörk og 7 stoðsendingar í 33 deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×