Enski boltinn

Kane og Berahino báðir með 21 árs liðinu á EM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. Vísir/Getty
Gareth Southgate, þjálfari 21 árs landsliðs Englendinga valdi bæði Saido Berahino og Harry Kane í æfingahóp sinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar.

Þeir eru á 27 manna lista sem UEFA fékk frá enska knattspyrnusambandinu en úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi í júnímánuði.

Harry Kane, framherji Tottenham og Saido Berahino, framherji West Bromwich Albion, eru tveir markahæstu Englendingarnir í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Harry Kane hefur skorað 2ö mörk í 33 leikjum og er næstmarkahæstur á eftir Argentínumanninum Sergio Agüero (25 mörk) en Saido Berahino er í 6. til 8. sæti með 14 mörk í 37 deildarleikjum.

Raheem Sterling hjá Liverpool er ekki í hópnum þótt að hann hafi aldur til en hann er orðinn fastamaður í enska A-landsliðinu. Alex Oxlade-Chamberlain hjá Arsenal og Ross Barkley hjá Everton eru líka gjaldgengir en ekki valdir fyrir þetta verkefni.

Luke Shaw hjá Manchester United er ekki á listanum en þar sem hinsvegar miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek sem kom við sögu hjá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum.

Þetta er ekki lokahópur Gareth Southgate því hann þarf að skera niður um fjögur sæti áður en liðið fer af stað til Tékklands.

Englendingar eru í riðli með Portúgal, Svíþjóð og Ítalíu á EM í Tékklandi en fyrsti leikur liðsins er á móti Portúgal 18. júní næstkomandi.



27 manna hópur Englendinga:

Markverðir:

Marcus Bettinelli (Fulham)

Jonathan Bond (Watford)

Jack Butland (Stoke City)

Varnarmenn:

Calum Chambers (Arsenal)

Eric Dier (Tottenham Hotspur)

Luke Garbutt (Everton)

Ben Gibson (Middlesbrough)

Carl Jenkinson (Arsenal, á láni hjá West Ham United)

Michael Keane (Burnley)

Liam Moore (Leicester City)

John Stones (Everton)

Matt Targett (Southampton)

Miðjumenn:

Tom Carroll (Tottenham Hotspur, á láni hjá Swansea City)

Nathaniel Chalobah (Chelsea)

Will Hughes (Derby County)

Jake Forster-Caskey (Brighton & Hove Albion)

Jesse Lingard (Manchester United)

Ruben Loftus-Cheek (Chelsea)

Alex Pritchard (Tottenham Hotspur)

Nathan Redmond (Norwich City)

James Ward-Prowse (Southampton)

Framherjar:

Benik Afobe (Wolverhampton Wanderers)

Patrick Bamford (Chelsea, á láni hjá Middlesbrough)

Saido Berahino (West Bromwich Albion)

Harry Kane (Tottenham Hotspur)

Danny Ings (Burnley)

Cauley Woodrow (Fulham)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×