Enski boltinn

Wenger: Ég vil ekki ljúga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Arsenal mætir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld en það er frestaður leikur frá því fyrr í vetur.

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hélt því blaðamannafund í morgun og var að sjálfsögðu spurður út í áhuga sinn á Liverpool-leikmanninum Raheem Sterling.

Raheem Sterling hefur tilkynnt Liverpool að hann vilji losna frá félaginu í sumar en Sterling hafnaði nýjum samningi frá Liverpool fyrr í vetur.

Sjá einnig: Sterling vill komast burt frá Liverpool

„Ég vil ekki ljúga. Ef ég segi ykkur að ég ætli að reyna að bjóða í hann og geri það ekki þá munuð þið halda því fram að ég hafi logið," sagði Arsene Wenger sem ætti að vera farinn að þekkja vel ensku blaðamennina.

Wenger vildi heldur ekkert ræða möguleikann á því að fá markvörðinn Petr Cech en lokaði alveg á það að James Milner væri á leið til liðsins þar sem að Arsenal þyrfti ekki að styrkja sig í hans stöðu.

Arsenal verður að vinna Sunderland-leikinn til þess að eiga möguleika á því að ná öðru sætinu af Manchester City í lokaumferðinni um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×