Ánægð með tóninn í grein Bjarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. maí 2015 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira