Vigdís ósátt við Birgittu: „Var hún á Saga Class?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 10:00 Birgitta og Vigdís eru ekki sammála um ástand Ásmundar Einars í þinginu í gær. Vísir/Valli/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37