Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 14:15 vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira