Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 14:15 vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira