Drög að kjarasamningi samþykkt Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 20:33 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífins liggja nú fyrir. Drögin gera ráð fyrir að gildistími samningsins verði til loka árs 2018. Drög að samningnum voru send til fjölmiðla nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá VR segir að áfram verði unnið að útfærslu ýmissa atriða í samningnum en stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í þessari viku. Aðaláhersla er sögð lögð á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Stuðst er við taxtahækkanir og launaþróunartryggingu árin 2015 og 2016 en taxta- og prósentuhækkarnir árin 2017 og 2018. Þá verða lágmarkslaun meðlima stéttarfélaganna, sem eru í dag 214 þúsund krónur, hækkuð um 86 þúsund krónur á samningstímanum. Þau verða 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og 300 þúsund krónur á mánuði frá og með maí 2018.Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Vísir/PjeturLaunahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona:Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent. Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016. Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent. Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06 Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífins liggja nú fyrir. Drögin gera ráð fyrir að gildistími samningsins verði til loka árs 2018. Drög að samningnum voru send til fjölmiðla nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá VR segir að áfram verði unnið að útfærslu ýmissa atriða í samningnum en stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í þessari viku. Aðaláhersla er sögð lögð á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Stuðst er við taxtahækkanir og launaþróunartryggingu árin 2015 og 2016 en taxta- og prósentuhækkarnir árin 2017 og 2018. Þá verða lágmarkslaun meðlima stéttarfélaganna, sem eru í dag 214 þúsund krónur, hækkuð um 86 þúsund krónur á samningstímanum. Þau verða 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og 300 þúsund krónur á mánuði frá og með maí 2018.Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Vísir/PjeturLaunahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona:Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent. Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016. Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent. Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06 Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06
Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11