Valsmenn ráða fimmfaldan Íslandsmeistara sem aðstoðarþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2015 09:00 Ásta Árnadóttir. Vísir/Stefán Ásta Árnadóttir er nýr aðstoðarþjálfari Vals í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu en hún fékk stöðuhækkun eftir að hafa verið fyrst sjúkraþjálfari Valsliðsins. Ásta mun aðstoða Ólaf Brynjólfsson sem er á sínu fyrsta tímabilið með Valsliðið en hann tók við liðinu af Þór Hinrikssyni. „Ásta Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Ásta kom inn í þjálfarateymið sem sjúkraþjálfari og verið afar mikilvægur hlekkur innan hópsins. Ásta mun því miðla af allri sinni reynslu og þekkingu til leikmannahópsins á komandi tímabili," segir í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Ásta Árnadóttir varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu á sínum tíma en hún á að baki alls 75 leiki í efstu deild fyrir Val. „Ekki þarf að kynna knattspyrnukonuna Ástu Árnadóttur fyrir Völsurum. Þetta er einhver mesta baráttukona sem við höfum átt í okkar herbúðum, jákvæðni hennar og leikgleði sást, og sést langar leiðir. Hún var leikmaður sem skyldi allt eftir á vellinum," segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Ásta lék sinn síðasta leik með Val sumarið 2010 en það er einmitt síðasta tímabilið sem liðið vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún á að baki 36 A-landsleiki á Valsárunum 2004 til 2009. „Reynsla og ástríða Ástu fyrir leiknum verður ómetanlegt vopn í sumar hjá kvennaliði Vals sem sannarlega er í mótun og þarf ámiklum stuðningi Valsara að halda. Ólafur og Ásta eru gríðarlega hæft þjálfarateymi og jafnframt einstaklega miklir Valsarar sem gera kröfur til þeirra leikmanna sem klæðast búningi félagsins," segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Valsliðinu var spáð sjöunda sætinu í Pepsi-deildinni í sumar en fyrsti leikur liðsins er á móti Aftureldingu á fimmtudaginn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Ásta Árnadóttir er nýr aðstoðarþjálfari Vals í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu en hún fékk stöðuhækkun eftir að hafa verið fyrst sjúkraþjálfari Valsliðsins. Ásta mun aðstoða Ólaf Brynjólfsson sem er á sínu fyrsta tímabilið með Valsliðið en hann tók við liðinu af Þór Hinrikssyni. „Ásta Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Ásta kom inn í þjálfarateymið sem sjúkraþjálfari og verið afar mikilvægur hlekkur innan hópsins. Ásta mun því miðla af allri sinni reynslu og þekkingu til leikmannahópsins á komandi tímabili," segir í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Ásta Árnadóttir varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu á sínum tíma en hún á að baki alls 75 leiki í efstu deild fyrir Val. „Ekki þarf að kynna knattspyrnukonuna Ástu Árnadóttur fyrir Völsurum. Þetta er einhver mesta baráttukona sem við höfum átt í okkar herbúðum, jákvæðni hennar og leikgleði sást, og sést langar leiðir. Hún var leikmaður sem skyldi allt eftir á vellinum," segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Ásta lék sinn síðasta leik með Val sumarið 2010 en það er einmitt síðasta tímabilið sem liðið vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún á að baki 36 A-landsleiki á Valsárunum 2004 til 2009. „Reynsla og ástríða Ástu fyrir leiknum verður ómetanlegt vopn í sumar hjá kvennaliði Vals sem sannarlega er í mótun og þarf ámiklum stuðningi Valsara að halda. Ólafur og Ásta eru gríðarlega hæft þjálfarateymi og jafnframt einstaklega miklir Valsarar sem gera kröfur til þeirra leikmanna sem klæðast búningi félagsins," segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Valsliðinu var spáð sjöunda sætinu í Pepsi-deildinni í sumar en fyrsti leikur liðsins er á móti Aftureldingu á fimmtudaginn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira