Halldór Ásgrímsson látinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. maí 2015 06:12 Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Vísir/Teitur Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn. Hann lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag. Hann var þá staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Halldór fæddist í Vopnafirði árið 1947. Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, framkvæmdastjóri úr Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ingólfsdóttir húsmóðir. Hann lauk Samvinnuskólaprófið árið 1965 og varð löggiltur endurskoðandi árið 1970. Á árunum 1971 til 1973 stundaði hann framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn. Hann varð í kjölfarið lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1974. Hann varð síðan varaformaður Framsóknarflokksins árið 1980 og formaður hans árið 1994. Halldór var skipaður sjávarútvegsráðherra árið 1983 og gegndi því embætti til 1991. Hann var einnig samstarfsráðherra um norræn málefni árin 1985–1987, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–1989. Hann settist aftur í ráðherrastól árið 1995 og þá sem utanríkisráðherra. Hann gegndi því embætti til ársins 2004 en á árunum 1995–1999 var hann einnig samstarfsráðherra Norðurlanda. Hann var svo forsætisráðherra á árunum 2004–2006.Halldór tók svo við stöðuframkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í byrjun árs 2007 þar sem hann starfaði til 2013. Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur, þrjár uppkomnar dætur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn. Hann lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag. Hann var þá staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Halldór fæddist í Vopnafirði árið 1947. Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, framkvæmdastjóri úr Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ingólfsdóttir húsmóðir. Hann lauk Samvinnuskólaprófið árið 1965 og varð löggiltur endurskoðandi árið 1970. Á árunum 1971 til 1973 stundaði hann framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn. Hann varð í kjölfarið lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1974. Hann varð síðan varaformaður Framsóknarflokksins árið 1980 og formaður hans árið 1994. Halldór var skipaður sjávarútvegsráðherra árið 1983 og gegndi því embætti til 1991. Hann var einnig samstarfsráðherra um norræn málefni árin 1985–1987, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–1989. Hann settist aftur í ráðherrastól árið 1995 og þá sem utanríkisráðherra. Hann gegndi því embætti til ársins 2004 en á árunum 1995–1999 var hann einnig samstarfsráðherra Norðurlanda. Hann var svo forsætisráðherra á árunum 2004–2006.Halldór tók svo við stöðuframkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í byrjun árs 2007 þar sem hann starfaði til 2013. Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur, þrjár uppkomnar dætur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira