Aðgerðir stjórnvalda tengjast launakröfum Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:36 Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira